Villt tígrisdýr á Indlandi tvöfalt fleiri en 2014 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:50 Villtum tígrisdýrum hefur fjölgað verulega frá því árið 2014 á Indlandi og nema nú um 3 þúsund dýrum. getty/Sergei Chuzavkov Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð. Dýr Indland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð.
Dýr Indland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent