Mótherjar urðu samherjar á Rey Cup þrátt fyrir 450 kílómetra á milli liða Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 17:00 Lið KF/Njarðvíkur samankomið fyrir leik á Rey Cup. Stelpurnar þekktust ekkert fyrir mótið, tóku enga æfingu fyrir það en unnu tvo leiki og skemmtu sér konunglega. Þær ætla sér að mæta að ári. „Þær höfðu eðlilega aldrei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarðvík er á Reykjanesi og eru 442 kílómetrar á milli samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuldaða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nánast á sitthvorum endanum á landinu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjallabyggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemninguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var flottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurforeldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp samfélagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópurinn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur leikjum. „Þeim fannst þetta stórkostleg upplifun og mjög skemmtilegt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða flokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF-búningunum en voru með Njarðvíkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afgerandi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelpurnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Þær höfðu eðlilega aldrei spilað saman og aldrei spilað 11 manna bolta. Við vissum því ekki alveg út í hvað við vorum að fara en þetta gekk vonum framar og stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel,“ segir Björk Óladóttir, leikskólakennari á Ólafsfirði, en hún á dóttur sem spilaði með liði KF/Njarðvíkur á Rey Cup mótinu sem lauk í gær. KF stendur fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaganum. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar. Njarðvík er á Reykjanesi og eru 442 kílómetrar á milli samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Algengara er að lið sameinist þar sem styttra er á milli enda segir Björk að liðið hafi vakið verðskuldaða athygli. „Þetta var skemmtilegt samstarf og margir á mótinu voru að koma til okkar og spá hvernig þetta kæmi til enda erum við nánast á sitthvorum endanum á landinu. Þegar við vorum að kveðjast þá fórum við að spá í hvort við ættum ekki að taka eins og eina æfingu fyrir næsta ár, einhvers staðar mitt á milli – kannski á Blönduósi,“ segir hún og hlær. Samstarfið kemur þannig til að liðin öttu kappi á Álftanesi í sjö manna bolta. Stelpurnar úr Fjallabyggð höfðu verið að nefna að þær langaði að fara á Rey Cup en ættu ekki í lið því þær næðu ekki í lið á stóran völl. Björk og önnur mamma úr liðinu fóru því í að kanna stemninguna hjá öðrum fámennum liðum. „Okkur leist svo helvíti vel á foreldrana í Njarðvík,“ segir hún og hlær. „Við sáum að þetta var flottur hópur og við fórum, tvær mömmur, og spjölluðum við Njarðvíkurforeldrana og spurðum hvort það væri áhugi á að vera með okkur á Rey Cup. Það var ákveðið að ræða þetta við þjálfarana og það voru bara allir til þannig að það var ákveðið að slá saman og vera með lið. Okkar stelpur langaði að vera með og það var ákveðið að bjarga því.“ Hún segir að með hjálp samfélagsmiðla hafi stelpurnar náð að kynnast aðeins í aðdraganda mótsins enda var engin önnur leið til að kynnast. Liðin æfðu sitt hvorum megin á landinu og mættu svo til Reykjavíkur þar sem hópurinn gisti saman í skólastofu líkt og önnur lið. „Við smullum vel saman, bæði foreldrar og stelpurnar. Þær voru búnar að grafa hver aðra upp á Snapchat og voru búnar að mynda Snapchat-hóp rétt fyrir mót. Þær voru því aðeins farnar að þekkja nöfnin hver á annarri en ekkert mikið meira en það.“ Hún segir að stúlkurnar hafi verið mjög sáttar og glaðar að hafa farið á mótið en þær unnu tvo leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur leikjum. „Þeim fannst þetta stórkostleg upplifun og mjög skemmtilegt mót að spila á. Þær tala um að vera saman aftur á næsta ári. Samstarfinu er ekki lokið – ég er viss um það. Það eru allar nema ein á yngra árinu í fjórða flokki þannig að það lítur út fyrir að við komum saman aftur,“ segir hún en stúlkurnar spiluðu í bláu KF-búningunum en voru með Njarðvíkurbuff annaðhvort á hendinni eða hausnum til að fá hinn afgerandi græna lit Njarðvíkur. „Daníel, þjálfari Njarðvíkur, var með stelpurnar og á allt hrós skilið. Hann var algjörlega frábær. Við erum að fara hittast aftur í ágúst þegar það verður sjö manna mót haldið fyrir norðan og þá verða þær mótherjar á Ólafsfirði. Það verður trúlega mjög erfitt og skrýtið en fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Björk kát en þreytt eftir frumraun sína á Rey Cup.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn