Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2019 10:41 Trump sakaði Cummings einnig um að níðast á sér. Vísir/AP Trump fór ófögrum orðum um umdæmi þingmannsins Elijah Cummings á Twitter í gær þar sem Trump sagði umdæmi hans í Marylandríki vera „ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum.“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. Eftirlitsnefnd þingsins hefur undir formennsku Cummings staðið fyrir ýmsum rannsóknum á Trump og fjölskyldu hans, Bandaríkjaforseta til mikillar gremju. Trump sagði jafnframt að aðstæður á syðri landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó væru mun betri en í umdæmi þingmannsins. Hann lagði til að Cummings myndi einbeita sér frekar að eigin umdæmi og „hjálpa til við að hreinsa þennan afar hættulega og skítuga stað.“ Meirihluti íbúa í umdæmi Cummings eru dökkir á hörund og hafa árásir Trump í gær verið tengdar við litarhaft þingmannsins og samsetningu umdæmis hans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, sagði á Twitter í gær að flokkurinn „hafni rasískum árásum“ á Cummings og sýni þingmanninum stuðning. Árásir Trump í gær koma einungis nokkrum vikum eftir að hann var gagnrýndur fyrir að segja fjórum þingkonum Demókrata að fara aftur til síns heima.....As proven last week during a Congressional tour, the Border is clean, efficient & well run, just very crowded. Cumming District is a disgusting, rat and rodent infested mess. If he spent more time in Baltimore, maybe he could help clean up this very dangerous & filthy place— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2019 .@RepCummings is a champion in the Congress and the country for civil rights and economic justice, a beloved leader in Baltimore, and deeply valued colleague. We all reject racist attacks against him and support his steadfast leadership. #ElijahCummingsIsAPatriot https://t.co/2LG8AuQrHh— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) July 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump segir að það séu þingkonurnar sem eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. 21. júlí 2019 23:37 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Trump fór ófögrum orðum um umdæmi þingmannsins Elijah Cummings á Twitter í gær þar sem Trump sagði umdæmi hans í Marylandríki vera „ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum.“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. Eftirlitsnefnd þingsins hefur undir formennsku Cummings staðið fyrir ýmsum rannsóknum á Trump og fjölskyldu hans, Bandaríkjaforseta til mikillar gremju. Trump sagði jafnframt að aðstæður á syðri landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó væru mun betri en í umdæmi þingmannsins. Hann lagði til að Cummings myndi einbeita sér frekar að eigin umdæmi og „hjálpa til við að hreinsa þennan afar hættulega og skítuga stað.“ Meirihluti íbúa í umdæmi Cummings eru dökkir á hörund og hafa árásir Trump í gær verið tengdar við litarhaft þingmannsins og samsetningu umdæmis hans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, sagði á Twitter í gær að flokkurinn „hafni rasískum árásum“ á Cummings og sýni þingmanninum stuðning. Árásir Trump í gær koma einungis nokkrum vikum eftir að hann var gagnrýndur fyrir að segja fjórum þingkonum Demókrata að fara aftur til síns heima.....As proven last week during a Congressional tour, the Border is clean, efficient & well run, just very crowded. Cumming District is a disgusting, rat and rodent infested mess. If he spent more time in Baltimore, maybe he could help clean up this very dangerous & filthy place— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2019 .@RepCummings is a champion in the Congress and the country for civil rights and economic justice, a beloved leader in Baltimore, and deeply valued colleague. We all reject racist attacks against him and support his steadfast leadership. #ElijahCummingsIsAPatriot https://t.co/2LG8AuQrHh— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) July 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump segir að það séu þingkonurnar sem eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. 21. júlí 2019 23:37 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump segir að það séu þingkonurnar sem eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. 21. júlí 2019 23:37
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent