Orkuskorturinn yfirvofandi Þórlindur Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Það fyrsta sem mér datt í hug var að athuga hleðsluna á símanum mínum. Var „ég“ ekki örugglega fullhlaðinn? Það næsta sem ég hugsaði var hversu margir hleðslubankar væru til á heimilinu. Voru þeir allir fullhlaðnir? Hvað gætum við hlaðið símana okkar oft með því að nota bara hleðslubankana? Ættum við að forgangsraða hleðslunum, þannig að einungis sími húsbóndans yrði hlaðinn ef til þess kæmi. Yrði ekki skilningur á því meðal heimilisfólksins að við slíkar neyðaraðstæður þá þyrfti allur óþarfi umsvifalaust að víkja. Afþreyingartæki yrðu að sjálfsögðu ekki hlaðin ef heimilið yrði að reiða sig á neyðarbirgðirnar af rafmagni. Hversu marga daga væri hægt að viðhalda hleðslu á einum snjallsíma á power-save stillingu? Ef það gerist sem verið er að hóta þá myndi það raska öllu daglegu lífi okkar með milljón fyrirséðum og ófyrirséðum afleiðingum. Er kominn tími til að flytja í kofa upp til fjalla, kaupa hrísgrjón og haglabyssu? Er einhver að hugsa um börnin!?Órafmögnuð rómantík Svo rifjaðist upp fyrir mér að þetta gat verið nokkuð huggulegt í gamla daga. Þá gerðist þetta stundum. Ljósin slokknuðu og maður fór í næsta herbergi til að athuga hvort það væri eins þar. Svo kíkti maður út um gluggann til að sjá hvort ljós kæmi úr gluggum nágrannanna og á ljósastaurum. Loks, þegar fullvíst var hvað hafði gerst var gengið milli herbergja með kerti, kveikt á rafhlöðudrifnu útvarpi og beðið eftir fréttum af því hvenær rafmagnið kæmist aftur á. Þetta voru ekkert endilega svo leiðinleg kvöld þegar rafmagnið fór af í bænum; pínulítið rómantískt. Kannski yrði þetta allt í lagi núna líka. Ég hugsaði að þetta gæti bara verið notaleg tilhugsun að börnin fengju að upplifa þetta. Ekkert internet, ekkert sjónvarp, ekkert Netflix. Ekkert. Bara kerti og spil. Þvílík og önnur eins samfélagsmiðla veisla sem þetta yrði. Myndir úr huggulegum stofum, fólk í daufri og fallegri kertabirtu, hlæjandi börn að leika sér með hluti. Fólk að tala saman…#rafmagnsskömmtun. Skortur yfirvofandi Það hafa nefnilega borist ískyggilegar fréttir af því undanfarnar vikur að orkan sé að klárast. Fréttatímar voru stútfullur af spádómum Landsnets um að innan örfárra ára gæti komið til þess að skammta þyrfti rafmagn til almennra notenda á Íslandi. Það er bara svo ofsalega lítið eftir og ef við höldum áfram að kaupa fótanuddtæki, flatskjái og hlaða endalaust þessi snjalltæki þá lítur bara út fyrir að það verði ekkert eftir til þess að rista brauð, elda jólasteikina eða gefa hjartastuð þegar maður fær hjartaáfall af áhyggjum yfir þessum déskotans orkuskorti. Það eru bara alltof mörg rafmagnshljómborð sem búið er að gefa í fermingargjafir á Íslandi. Það er alls ekki hægt að spreða meira rafmagni í þess háttar tilgangslausan lúxus; það þarf að hlaða snjallsímana og hjartastuðtækin. Dugir kannski að spila bara á svörtu nóturnar, að minnsta kosti á meðan hryggurinn er í ofninum. Væri þá kannski hægt að komast hjá því að slökkva ljósin hjá okkur á jólunum? Eins gott að fleiri Íslendingar hafa ekki látið plata sig út í að kaupa rafmagnsbíla. Við getum þá huggað okkur við að enginn virðist hafa sérstakar áhyggjur af bensínskorti á Íslandi. Virkar að virkja? Hvað er hægt að gera? Sem betur fer vitum við svarið. Við bara virkjum meira. Þótt rafmagnið sé búið þá er nóg til af orku. Landið okkar er svo langt frá því að vera fullnýtt. Árangur áfram, ekkert stopp. Við getum hætt að hafa samviskubit yfir öllu rafmagninu sem við sóum í að þvo fötin af börnunum okkar, horfa á vídeó á YouTube og lýsa upp heimilin að vetrum, bara ef við keyrum í gegn nokkrar virkjanir í viðbót. Hversu alvarlegt er ástandið? Ástandið er þannig að Ísland framleiðir langmest rafmagn allra þjóða í heiminum, ríflega tvöfalt meira en næstu lönd. Þegar kemur að orkunotkun þá erum við líka framarlega. Íslendingar notuðu sem samsvarar 17.479 kílóum af olíu árið 2014, sem er síðasta árið sem tímaritið The Economist hefur gert lista yfir orkufrekustu lönd heims. Og hvernig skyldi það nú vera í samanburði við önnur lönd. Jú, bensínsvelgirnir í Ameríku eru í tíunda sæti á listanum. Þar samsvaraði orkunotkunin 6.801 kílói af olíu. Hið umhverfisvæna sjálfbærnisamfélag á Íslandi notaði ekki nema 157% meiri orku á mann en Bandaríkin, tvisvar og hálfu sinnum meira. Þetta dugði okkur í annað sæti á listanum eftir olíuríkinu Qatar. Frændur okkar Norðmenn komast líka ofarlega á lista yfir orkusvelgi—orkunotkun á mann þar er rétt tæplega þriðjungur af eyðslunni okkar. Sú orkuneysla skilar þeim í fjórtánda sæti. Geggjað lítill gróði En—obb-obb-bobb, erum við ekki að gleyma einhverju hérna? Hljótum við Íslendingar ekki að vera að græða heil reiðarinnar ósköp á allri þessari umhverfisvænu orkuframleiðslu? Og jú jú, það er nú líkast til. Fjölmargir græða helling á árangri okkar í orkunotkun. Skárra væri það nú að við værum búin að láta byggja allar þessar virkjanir og stóriðjur án þess að við græddum á því. En The Economist gefur út annan áhugaverðan lista. Þeir kalla það lista yfir verstu orkunýtingu („least efficient energy use“). Á listanum er reiknað hversu mikla landsframleiðslu lönd fá fyrir hverja orkueiningu sem framleidd er. Þar trónir á toppi deildarinnar Kongó. Í öðru sæti er eyríkið Trinidad og Tobago en jöfn í þriðja til fjórða sæti eru Ísland og Mósambík (landið sem er með mynd af AK-47 riffli í þjóðfánanum). Engin hefðbundin samanburðarlönd Íslands komast nálægt árangri okkar í að græða geggjað lítið á brjálaðri orkunotkun. Þegar kemur að því að nýta orkuna illa þá erum við einfaldlega í allt annarri deild. Kannski varð bankahrunið á Íslandi ekki út af ábyrgðarlausum flatskjáakaupum venjulegs launafólks. Og kannski mætti skoða ýmislegt í orkumálum á Íslandi áður en meiri ómetanlegri náttúru er sökkt undir uppistöðulón eða byrjað er að skammta venjulegum Íslendingum rafmagn til þess að trufla ekki afgreiðsluna á afsláttarorkunni sem íslenskir samningamenn hafa selt á undirverði til risavaxinna stóriðjufyrirtækja. Það hlýtur að minnsta kosti að mega ræða það áður en allir byrja að hamstra rafmagn í hleðslubanka og hætta við að kaupa rafbíla. Og ættum við ekki að nýta betur orkuna sem við búum nú þegar yfir áður en haldið er út í fleiri framkvæmdir með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þórlindur Kjartansson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fyrsta sem mér datt í hug var að athuga hleðsluna á símanum mínum. Var „ég“ ekki örugglega fullhlaðinn? Það næsta sem ég hugsaði var hversu margir hleðslubankar væru til á heimilinu. Voru þeir allir fullhlaðnir? Hvað gætum við hlaðið símana okkar oft með því að nota bara hleðslubankana? Ættum við að forgangsraða hleðslunum, þannig að einungis sími húsbóndans yrði hlaðinn ef til þess kæmi. Yrði ekki skilningur á því meðal heimilisfólksins að við slíkar neyðaraðstæður þá þyrfti allur óþarfi umsvifalaust að víkja. Afþreyingartæki yrðu að sjálfsögðu ekki hlaðin ef heimilið yrði að reiða sig á neyðarbirgðirnar af rafmagni. Hversu marga daga væri hægt að viðhalda hleðslu á einum snjallsíma á power-save stillingu? Ef það gerist sem verið er að hóta þá myndi það raska öllu daglegu lífi okkar með milljón fyrirséðum og ófyrirséðum afleiðingum. Er kominn tími til að flytja í kofa upp til fjalla, kaupa hrísgrjón og haglabyssu? Er einhver að hugsa um börnin!?Órafmögnuð rómantík Svo rifjaðist upp fyrir mér að þetta gat verið nokkuð huggulegt í gamla daga. Þá gerðist þetta stundum. Ljósin slokknuðu og maður fór í næsta herbergi til að athuga hvort það væri eins þar. Svo kíkti maður út um gluggann til að sjá hvort ljós kæmi úr gluggum nágrannanna og á ljósastaurum. Loks, þegar fullvíst var hvað hafði gerst var gengið milli herbergja með kerti, kveikt á rafhlöðudrifnu útvarpi og beðið eftir fréttum af því hvenær rafmagnið kæmist aftur á. Þetta voru ekkert endilega svo leiðinleg kvöld þegar rafmagnið fór af í bænum; pínulítið rómantískt. Kannski yrði þetta allt í lagi núna líka. Ég hugsaði að þetta gæti bara verið notaleg tilhugsun að börnin fengju að upplifa þetta. Ekkert internet, ekkert sjónvarp, ekkert Netflix. Ekkert. Bara kerti og spil. Þvílík og önnur eins samfélagsmiðla veisla sem þetta yrði. Myndir úr huggulegum stofum, fólk í daufri og fallegri kertabirtu, hlæjandi börn að leika sér með hluti. Fólk að tala saman…#rafmagnsskömmtun. Skortur yfirvofandi Það hafa nefnilega borist ískyggilegar fréttir af því undanfarnar vikur að orkan sé að klárast. Fréttatímar voru stútfullur af spádómum Landsnets um að innan örfárra ára gæti komið til þess að skammta þyrfti rafmagn til almennra notenda á Íslandi. Það er bara svo ofsalega lítið eftir og ef við höldum áfram að kaupa fótanuddtæki, flatskjái og hlaða endalaust þessi snjalltæki þá lítur bara út fyrir að það verði ekkert eftir til þess að rista brauð, elda jólasteikina eða gefa hjartastuð þegar maður fær hjartaáfall af áhyggjum yfir þessum déskotans orkuskorti. Það eru bara alltof mörg rafmagnshljómborð sem búið er að gefa í fermingargjafir á Íslandi. Það er alls ekki hægt að spreða meira rafmagni í þess háttar tilgangslausan lúxus; það þarf að hlaða snjallsímana og hjartastuðtækin. Dugir kannski að spila bara á svörtu nóturnar, að minnsta kosti á meðan hryggurinn er í ofninum. Væri þá kannski hægt að komast hjá því að slökkva ljósin hjá okkur á jólunum? Eins gott að fleiri Íslendingar hafa ekki látið plata sig út í að kaupa rafmagnsbíla. Við getum þá huggað okkur við að enginn virðist hafa sérstakar áhyggjur af bensínskorti á Íslandi. Virkar að virkja? Hvað er hægt að gera? Sem betur fer vitum við svarið. Við bara virkjum meira. Þótt rafmagnið sé búið þá er nóg til af orku. Landið okkar er svo langt frá því að vera fullnýtt. Árangur áfram, ekkert stopp. Við getum hætt að hafa samviskubit yfir öllu rafmagninu sem við sóum í að þvo fötin af börnunum okkar, horfa á vídeó á YouTube og lýsa upp heimilin að vetrum, bara ef við keyrum í gegn nokkrar virkjanir í viðbót. Hversu alvarlegt er ástandið? Ástandið er þannig að Ísland framleiðir langmest rafmagn allra þjóða í heiminum, ríflega tvöfalt meira en næstu lönd. Þegar kemur að orkunotkun þá erum við líka framarlega. Íslendingar notuðu sem samsvarar 17.479 kílóum af olíu árið 2014, sem er síðasta árið sem tímaritið The Economist hefur gert lista yfir orkufrekustu lönd heims. Og hvernig skyldi það nú vera í samanburði við önnur lönd. Jú, bensínsvelgirnir í Ameríku eru í tíunda sæti á listanum. Þar samsvaraði orkunotkunin 6.801 kílói af olíu. Hið umhverfisvæna sjálfbærnisamfélag á Íslandi notaði ekki nema 157% meiri orku á mann en Bandaríkin, tvisvar og hálfu sinnum meira. Þetta dugði okkur í annað sæti á listanum eftir olíuríkinu Qatar. Frændur okkar Norðmenn komast líka ofarlega á lista yfir orkusvelgi—orkunotkun á mann þar er rétt tæplega þriðjungur af eyðslunni okkar. Sú orkuneysla skilar þeim í fjórtánda sæti. Geggjað lítill gróði En—obb-obb-bobb, erum við ekki að gleyma einhverju hérna? Hljótum við Íslendingar ekki að vera að græða heil reiðarinnar ósköp á allri þessari umhverfisvænu orkuframleiðslu? Og jú jú, það er nú líkast til. Fjölmargir græða helling á árangri okkar í orkunotkun. Skárra væri það nú að við værum búin að láta byggja allar þessar virkjanir og stóriðjur án þess að við græddum á því. En The Economist gefur út annan áhugaverðan lista. Þeir kalla það lista yfir verstu orkunýtingu („least efficient energy use“). Á listanum er reiknað hversu mikla landsframleiðslu lönd fá fyrir hverja orkueiningu sem framleidd er. Þar trónir á toppi deildarinnar Kongó. Í öðru sæti er eyríkið Trinidad og Tobago en jöfn í þriðja til fjórða sæti eru Ísland og Mósambík (landið sem er með mynd af AK-47 riffli í þjóðfánanum). Engin hefðbundin samanburðarlönd Íslands komast nálægt árangri okkar í að græða geggjað lítið á brjálaðri orkunotkun. Þegar kemur að því að nýta orkuna illa þá erum við einfaldlega í allt annarri deild. Kannski varð bankahrunið á Íslandi ekki út af ábyrgðarlausum flatskjáakaupum venjulegs launafólks. Og kannski mætti skoða ýmislegt í orkumálum á Íslandi áður en meiri ómetanlegri náttúru er sökkt undir uppistöðulón eða byrjað er að skammta venjulegum Íslendingum rafmagn til þess að trufla ekki afgreiðsluna á afsláttarorkunni sem íslenskir samningamenn hafa selt á undirverði til risavaxinna stóriðjufyrirtækja. Það hlýtur að minnsta kosti að mega ræða það áður en allir byrja að hamstra rafmagn í hleðslubanka og hætta við að kaupa rafbíla. Og ættum við ekki að nýta betur orkuna sem við búum nú þegar yfir áður en haldið er út í fleiri framkvæmdir með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna?
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar