Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 19:00 Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10
Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30