Katrín fetar í ís-fótspor Sigmundar Davíðs Sylvía Hall skrifar 25. júlí 2019 15:00 Katrín kynnti blaðamann Time fyrir ísbíltúrahefð Íslendinga. Vísir/Samsett Forsætisráðherra kynnti blaðamann Time í Lundúnum fyrir einni ríkustu hefð Íslendinga þegar hún fór í viðtal nú á dögunum. Skellti Katrín sér í ísbíltúr með blaðamanninum og var förinni heitið í ísbúðina Bears Ice Cream Company í vesturhluta borgarinnar. Fetar hún þar í fótspor fyrri forsætisráðherra, Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, sem jafnframt fékk sér ís með ritstjóra Fréttatímans árið 2013. Sjá einnig: Katrín fór í ísbíltúr í Lundúnum Vart verður hjá því komist að setja ísátið í samhengi við nýleg ummæli forseta Filippseyja sem gagnrýndi Íslendinga fyrir taumlaust ísát. Það er kannski ekki fjarri lagi en Katrín fékk sér síðast ís í íslensku ísbúðinni í Lundúnum í maí síðastliðnum. Í viðtalinu ræddi Katrín stöðu kvenna á Íslandi og áætlanir ríkisstjórnarinnar í loftslagsaðgerðum. Þá er komið inn á forvera hennar í starfi og hvernig það er að vera stjórnmálamaður á Íslandi eftir röð hneykslismála undanfarin ár. „Veistu, ég held að ísgöngutúrar séu algengari í dag en ísbíltúrar,“ segir Katrín í viðtalinu og bætir við að fjölskylda hennar kjósi frekar að fara gangandi út í ísbúð en á bíl. Þau séu mjög meðvituð um að vera eins umhverfisvæn og mögulegt sé.Kostur að vera lítil þjóð Katrín segist vilja gera Ísland að forystuþjóð í umhverfismálum og aðgerðum gegn loftlagshamförum. Stefnan sé sett á að gera landið kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, rúmlega tíu árum fyrr en þjóðir Evrópusambandsins. „Það getur verið forskot að vera lítill. Þú getur stærri hluti og gert þá hraðar. Þú getur breytt mörgu á stuttum tíma,“ segir Katrín. Þá er einnig rætt við Stefaníu Óskarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og segir hún Katrínu vera vel liðna hér á landi. Hún er hreinskilin og segir það sem hún meinar. Blaðamaður tekur undir þau orð og segir frá því að Katrín hafi gefið sig á tal við dóttur eigenda ísbúðarinnar og hvatt blaðamann til þess að prófa hinn íslenska súkkulaðihúðaða lakkrís.Lukka og löstur að segja já við öllu Í viðtalinu eru hin ýmsu afrek Katrínar rifjuð upp, þar á meðal hlutverk hennar í tónlistarmyndbandi Bang Gang við lagið Listen Baby árið 1996. Þá var Katrín tvítug og sést hlaupa um götur Reykjavíkur í kjól með sólgleraugu á meðan tveir menn elta hana.„Mitt vandamál í lífinu – og líka gæfa mín – er að segja alltaf já,“ segir Katrín á meðan hún gæðir sér á ís. Ef fólk biðji hana um að gera áhugaverða hluti sé hún yfirleitt til í slaginn. Katrín lagði stund á bókmenntafræði og fór fljótlega að taka þátt í stjórnmálum eftir að hafa tekið þátt í mótmælum. Hún segir blaðamanni frá því þegar hún lá á stétt fyrir utan forsætisráðuneytið árið 2003 til þess að mótmæla Íraksstríðinu. Hún segist ekki vera sátt við stöðuna hér á landi og ranghvolfir augunum þegar fólk gefur í skyn að Ísland sé paradís jafnréttissinna. Það sé enn langt í land. „Ef þetta væri paradís fyrir kynjajafnrétti væri ég þrettándi kvenkyns forsætisráðherrann, ekki annar. Við eigum augljóslega enn langt í land,“ segir hún og bætir við að hún sé verulega ósátt við tölfræði heimilsofbeldis hér á landi sem og kynferðislega áreitni.Hér má lesa viðtalið við Katrínu í fullri lengd. Bretland England Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Katrín fór í ísbíltúr í Lundúnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór í ísbíltúr eftir að hafa fundað með breskri starfssystur sinni, Theresu May, fyrr í dag. 2. maí 2019 21:16 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Forsætisráðherra kynnti blaðamann Time í Lundúnum fyrir einni ríkustu hefð Íslendinga þegar hún fór í viðtal nú á dögunum. Skellti Katrín sér í ísbíltúr með blaðamanninum og var förinni heitið í ísbúðina Bears Ice Cream Company í vesturhluta borgarinnar. Fetar hún þar í fótspor fyrri forsætisráðherra, Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, sem jafnframt fékk sér ís með ritstjóra Fréttatímans árið 2013. Sjá einnig: Katrín fór í ísbíltúr í Lundúnum Vart verður hjá því komist að setja ísátið í samhengi við nýleg ummæli forseta Filippseyja sem gagnrýndi Íslendinga fyrir taumlaust ísát. Það er kannski ekki fjarri lagi en Katrín fékk sér síðast ís í íslensku ísbúðinni í Lundúnum í maí síðastliðnum. Í viðtalinu ræddi Katrín stöðu kvenna á Íslandi og áætlanir ríkisstjórnarinnar í loftslagsaðgerðum. Þá er komið inn á forvera hennar í starfi og hvernig það er að vera stjórnmálamaður á Íslandi eftir röð hneykslismála undanfarin ár. „Veistu, ég held að ísgöngutúrar séu algengari í dag en ísbíltúrar,“ segir Katrín í viðtalinu og bætir við að fjölskylda hennar kjósi frekar að fara gangandi út í ísbúð en á bíl. Þau séu mjög meðvituð um að vera eins umhverfisvæn og mögulegt sé.Kostur að vera lítil þjóð Katrín segist vilja gera Ísland að forystuþjóð í umhverfismálum og aðgerðum gegn loftlagshamförum. Stefnan sé sett á að gera landið kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, rúmlega tíu árum fyrr en þjóðir Evrópusambandsins. „Það getur verið forskot að vera lítill. Þú getur stærri hluti og gert þá hraðar. Þú getur breytt mörgu á stuttum tíma,“ segir Katrín. Þá er einnig rætt við Stefaníu Óskarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og segir hún Katrínu vera vel liðna hér á landi. Hún er hreinskilin og segir það sem hún meinar. Blaðamaður tekur undir þau orð og segir frá því að Katrín hafi gefið sig á tal við dóttur eigenda ísbúðarinnar og hvatt blaðamann til þess að prófa hinn íslenska súkkulaðihúðaða lakkrís.Lukka og löstur að segja já við öllu Í viðtalinu eru hin ýmsu afrek Katrínar rifjuð upp, þar á meðal hlutverk hennar í tónlistarmyndbandi Bang Gang við lagið Listen Baby árið 1996. Þá var Katrín tvítug og sést hlaupa um götur Reykjavíkur í kjól með sólgleraugu á meðan tveir menn elta hana.„Mitt vandamál í lífinu – og líka gæfa mín – er að segja alltaf já,“ segir Katrín á meðan hún gæðir sér á ís. Ef fólk biðji hana um að gera áhugaverða hluti sé hún yfirleitt til í slaginn. Katrín lagði stund á bókmenntafræði og fór fljótlega að taka þátt í stjórnmálum eftir að hafa tekið þátt í mótmælum. Hún segir blaðamanni frá því þegar hún lá á stétt fyrir utan forsætisráðuneytið árið 2003 til þess að mótmæla Íraksstríðinu. Hún segist ekki vera sátt við stöðuna hér á landi og ranghvolfir augunum þegar fólk gefur í skyn að Ísland sé paradís jafnréttissinna. Það sé enn langt í land. „Ef þetta væri paradís fyrir kynjajafnrétti væri ég þrettándi kvenkyns forsætisráðherrann, ekki annar. Við eigum augljóslega enn langt í land,“ segir hún og bætir við að hún sé verulega ósátt við tölfræði heimilsofbeldis hér á landi sem og kynferðislega áreitni.Hér má lesa viðtalið við Katrínu í fullri lengd.
Bretland England Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Katrín fór í ísbíltúr í Lundúnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór í ísbíltúr eftir að hafa fundað með breskri starfssystur sinni, Theresu May, fyrr í dag. 2. maí 2019 21:16 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Katrín fór í ísbíltúr í Lundúnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór í ísbíltúr eftir að hafa fundað með breskri starfssystur sinni, Theresu May, fyrr í dag. 2. maí 2019 21:16