Upphitun: Þýski kappaksturinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 17:15 Vettel henti frá sér fyrsta sætinu í heimakeppni sinni í fyrra. Getty Nú er tímabilið hálfnað í Formúlu 1, ellefta umferðin fer fram á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mercedes hefur verið allsráðandi það sem af er ári. Aðeins einu sinni hefur liðið sýnt veikleika, það var í hitanum í Austurríki þegar báðir bílar liðsins ofhitnuðu. Ferrari, sem leit mjög vel út í prófunum fyrir tímabilið, hefur viðurkennt að grunnhugmyndafræðin á bíl þeirra sé röng. Svo í stað þess að vera berjast við Mercedes eins og liðið hefur gert síðustu ár er Ferrari nú í hörku slag við Red Bull um annað sætið. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með ungstirnunum Max Verstappen og Charles Leclerc berjast. Leclerc hefur verið mjög fljótur undanfarið og er farinn að setja pressu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel.Slagurinn milli Max Verstappen og Charles Leclerc hefur verið magnaður í undanförnum keppnum.GettyVettel með hræðileg mistök í fyrra Kappaksturinn á Hockenheim brautinni í fyrra var afar líflegur. Lewis Hamilton byrjaði fjórtándi eftir að vélarbilun kom upp í tímatökum. Sebastian Vettel, sem þá var 8 stigum á undan Hamilton í heimsmeistaramótinu, byrjaði á ráspól. Um miðbik keppninnar var Vettel með örugga forustu en þá byrjaði að rigna. Á blautri brautinni missti Þjóðverjinn stjórn á bíl sinnum, klessti á vegg og datt úr leik. Hamilton stóð uppi sem sigurvegari og lét forustuna í mótinu aldrei af hendi eftir það. Margir vilja meina að Vettel hafi tapað titlinum með þessum mistökum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 13:00 á sunnudag. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Nú er tímabilið hálfnað í Formúlu 1, ellefta umferðin fer fram á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mercedes hefur verið allsráðandi það sem af er ári. Aðeins einu sinni hefur liðið sýnt veikleika, það var í hitanum í Austurríki þegar báðir bílar liðsins ofhitnuðu. Ferrari, sem leit mjög vel út í prófunum fyrir tímabilið, hefur viðurkennt að grunnhugmyndafræðin á bíl þeirra sé röng. Svo í stað þess að vera berjast við Mercedes eins og liðið hefur gert síðustu ár er Ferrari nú í hörku slag við Red Bull um annað sætið. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með ungstirnunum Max Verstappen og Charles Leclerc berjast. Leclerc hefur verið mjög fljótur undanfarið og er farinn að setja pressu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel.Slagurinn milli Max Verstappen og Charles Leclerc hefur verið magnaður í undanförnum keppnum.GettyVettel með hræðileg mistök í fyrra Kappaksturinn á Hockenheim brautinni í fyrra var afar líflegur. Lewis Hamilton byrjaði fjórtándi eftir að vélarbilun kom upp í tímatökum. Sebastian Vettel, sem þá var 8 stigum á undan Hamilton í heimsmeistaramótinu, byrjaði á ráspól. Um miðbik keppninnar var Vettel með örugga forustu en þá byrjaði að rigna. Á blautri brautinni missti Þjóðverjinn stjórn á bíl sinnum, klessti á vegg og datt úr leik. Hamilton stóð uppi sem sigurvegari og lét forustuna í mótinu aldrei af hendi eftir það. Margir vilja meina að Vettel hafi tapað titlinum með þessum mistökum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 13:00 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira