Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Mögnuð frammistaða Hildigunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birna Jóhannsdóttir fagnar Hildigunni eftir að hún kom Stjörnunni í 0-1 gegn HK/Víkingi.
Birna Jóhannsdóttir fagnar Hildigunni eftir að hún kom Stjörnunni í 0-1 gegn HK/Víkingi. mynd/stöð 2 sport
Sérfræðingar Pepsi Max-marka kvenna lofuðu Stjörnukonuna ungu, Hildigunni Ýr Benediktsdóttur, í þætti gærkvöldsins.

Hildigunnur, sem er 16 ára, skoraði þrennu og fiskaði víti þegar Stjarnan vann HK/Víking, 2-5, á þriðjudaginn. Þetta voru fyrstu mörk Hildigunnar í efstu deild.

Eftir leikinn í Víkinni sagðist Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafa ákveðið að nota Hildigunni sem framherja eftir góða frammistöðu á æfingu í aðdraganda leiksins.

„Það er ekki að sjá að hún hafi ekki spilað sem framherji áður. Hlaupin hennar sköpuðu færi fyrir meðspilarana og hana. Þetta var virkilega vel gert,“ sagði Ásthildur Helgadóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna.

Mist Rúnarsdóttir sagði að Hildigunnur hafi hleypt nýju lífi í sóknarleik Stjörnunnar. Fyrir leikinn gegn HK/Víkingi hafði Stjarnan ekki skorað í deildinni í tvo mánuði.

„Þetta er allt „pjúra“ framherjamörk. Það er magnað hvað hún kemur inn í þetta af mikilli yfirvegun. Það hefur verið markaþurrkur þarna og koma inn í svona leik og taka hann yfir, þetta var mögnuð frammistaða,“ sagði Mist.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Frábær frammistaða Hildigunnar







Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×