Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 23:00 Guðlaugur Þór og Boris á fundi NATO árið 2017 EPA/ Stephanie LeCOCQ „Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira