Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 14:09 Facebook gerði notendum sínum ekki ljóst að þegar þeir gáfu upp símanúmer fyrir innskráningu væru þeir einnig að gangast undir að númerið væri notað í auglýsingaskyni. Vísir/EPA Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins. Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota. Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru. Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins. Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota. Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru. Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00