Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við Sighvatur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:00 Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37