Enski boltinn

Emery skaut á Koscielny eftir tapið gegn Real Madrid í nótt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery og Koscielny á góðri stundu.
Emery og Koscielny á góðri stundu. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, ýtti undir það að Laurent Koscielny, fyrirliði og varnarmaður liðsins, muni yfirgefa félagið í sumar en Koscielny hefur viljað burt í sumar.

Koscielny neitaði að ferðast með Arsenal-liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð og hefur það vakið kurr meðal forráðamanna Arsenal en Koscielny vill fara aftur til Frakklands.

Arsenal tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Real Madrid í nótt og eftir leikinn ræddi stjórinn Emery um stöðuna á Frakkanum sem var fyrirliði Arsenal á síðustu leiktíð.







„Ég hef reynt að halda áfram og finna lausn á milli félagsins og hans. Hann ákvað að koma ekki með. Ég virði það en ég hef ábyrgð, hann hefur ábyrgð og félagið er með ábyrgð,“ sagði Emery en eins og áður segir hefur Koscielny verið fyrirliði félagsins.

„Nú er þetta mál milli hans og félagsins. Hugmynd mín er að halda áfram að vinna með leikmönnunum sem vilja vera hér.“ Þungt skot frá Emery á Koscielny.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×