Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 22:13 Nafnarnir tveir, John Stewart og John Feal, hafa talað fyrir frumvarpinu. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira