Finnst það engin forréttindi að heyja í þessari náttúruumgjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 21:01 Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í viðtali við Stöð 2. Stöð 2/Einar Árnason. Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01