Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 13:51 Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. Samsett mynd Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“ Bretland Brexit Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“
Bretland Brexit Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira