Þrettán ára þráhyggja Hildur Björnsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:00 Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar