Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. júlí 2019 18:45 Kerskálarnir þrír í Straumsvík en þriðja skálanum sem stendur við Reykjanesbraut var lokað í nótt. Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira