Enski boltinn

Dybala efstur á óskalista Solskjær verði Pogba eða Lukaku seldir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dybala með Argentínu í Suður-Ameríku keppninni í sumar.
Dybala með Argentínu í Suður-Ameríku keppninni í sumar. vísir/getty
Manchester United er með Paulo Dybala, framherja Juventus, efstan á óskalista endi það með því að Romelu Lukaku eða Paul Pogba yfirgefi félagið.

Daily Mail greinir frá þessu í dag en Juventus er talið vera reiðubúiið að selja Argentínumanninn sem var ekki fastamaður í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð.







Ítölsku meistararnir eru sagðir vilja fá 70 til 90 milljónir punda fyrir sóknarmanninn öfluga en United er ekki eina liðið sem er áhugasamt um Dybala.

PSG og Inter eru einnig sögð bíða spennt um hvað verður um Dybala en Argentínumaðurinn er ekki sagður áhugasamur um að ganga í raðir Inter.

Dybala hefur leikið með Juventus síðan 2015 en hann hefur skorað 57 mörk í 128 leikjum fyrir félagið. Hann er 25 ára gamall sem ólst upp hjá Instituo í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×