Juan Mata: Saga Man. Utd heimtar stóra titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 13:00 Juan Mata með fyrirliðabandið í æfingarleik Manchester United á móti Leeds United á dögunum. Getty/Matthew Peters Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata. Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata.
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira