Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 19:13 Trump á fundi með Kanye West í Hvíta húsinu í fyrra. Hingað til hefur farið vel á með þeim kumpánum, og virðist West ætla að nýta sér velvild forsetans til að fá vin sinn lausan úr fangelsi. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hafa rætt við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um gæsluvarðald bandaríska rapparans A$AP Rocky. Í tísti forsetans kom fram að hann hafi átt mjög gott samtal við forsætisráðherrann og að Trump hafi fullvissað Löfven um að rapparinn myndi ekki gera tilraun til að yfirgefa Svíþjóð áður en réttarhöld yfir honum færu fram. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Trump sagðist í gær ætla að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði leystur úr haldi í Svíþjóð, þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á mann. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans hefur staðfest að Trump og Löfven hafi átt saman „vinalegt og virðingarfullt“ samtal. Greindi hann sömuleiðis frá því að Löfven hafi í samtali sínu lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í gær var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur. Forsetinn hafði áður rætt um málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því einkum að tilstuðlan West sem Trump hafi ákveðið að beita sér í málinu. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag hafa rætt við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, um gæsluvarðald bandaríska rapparans A$AP Rocky. Í tísti forsetans kom fram að hann hafi átt mjög gott samtal við forsætisráðherrann og að Trump hafi fullvissað Löfven um að rapparinn myndi ekki gera tilraun til að yfirgefa Svíþjóð áður en réttarhöld yfir honum færu fram. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Trump sagðist í gær ætla að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði leystur úr haldi í Svíþjóð, þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist á mann. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans hefur staðfest að Trump og Löfven hafi átt saman „vinalegt og virðingarfullt“ samtal. Greindi hann sömuleiðis frá því að Löfven hafi í samtali sínu lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í gær var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur. Forsetinn hafði áður rætt um málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því einkum að tilstuðlan West sem Trump hafi ákveðið að beita sér í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00