Enski boltinn

Sautján ára strákur tryggði Man. Utd. sigur á Inter | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn 17 ára Mason Greenwood skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann Inter, 1-0, í Singapúr í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna í International Champions Cup-æfingamótinu.

Greenwood hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð en hann gerði eitt marka United í 4-0 sigrinum á Leeds United á miðvikudaginn.

Markið kom þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Greenwood fékk boltann þá hægra megin í vítateignum eftir að Samir Handanovic sló aukaspyrnu Ashleys Young til hliðar, fór á vinstri fótinn og þrumaði boltanum í fjærhornið. Markið má sjá hér fyrir neðan.



United hefur unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu án þess að fá á sig mark.

Næsti leikur United er gegn Tottenham á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Lukaku verður ekki með gegn Inter

Ole Gunnar Solskjær gaf út í dag að Romelu Lukaku myndi ekki spila fyrir Manchester United í æfingaleiknum við Inter Milan í Singapúr á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×