Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 11:28 Frá vegagerð um Hagavík í Grafningi. Þar eru nú komin bundið slitlag og vegrið. Stöð 2/Einar Árnason. Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30