Markadrottningin Margrét Lára: Myndi ekki geta þetta nema með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2019 21:38 Margrét Lára fagnar í kvöld. VÍSIR/DANÍEL „Bara frábært Valslið í dag, ég er virkilega stolt af stelpunum og mér fannst þetta einn best spilaði leikur okkar í sumar. Margar sendingar á milli leikmanna, mikil hreyfing, varnarlínar og varnarleikurinn frábær,“ sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir að loknum 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í kvöld. „Bara ánægð, það er svo mikil liðsheild og ég held að við séum þrjár í Valslsiðinu komnar yfir 10 mörk í sumar og svo er vörnin að gera vel. Mér finnst við vera að vinna þetta á varnarleiknum og þá kemur sóknarleikurinn með,“ sagði Margrét auðmjúk eftir að hafa verið spurð út í eigin frammistöðu. Það var þó ekki hægt að sleppa henni það auðveldlega frá viðtalinu en þrenna Margrétar Láru þýðir að hún er komin með 202 mörk í efstu deild hér á landi. „Ég er stolt og ánægð með þetta en ég myndi aldrei geta þetta með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga. Maður skorar ekki mörk einn, þær hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og matað mig vel. En drottningin Olga Færseth [markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna með 269 mörk], ég held ég leyfi henni að halda þessu meti þar sem hún á það skilið,“ sagði Margrét um markaskorun sína í efstu deild. Þá var Margrét spurð út í það af hverju hún hefði ekki tekið þátt á æfingu Vals í gær en Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, vildi ekki gefa upp hver ástæðan væri. „Pétur er stórkostlegur maður en ég held að fyrir einhverjum árum hefði ég ekki verið sátt. Ég hef samt lært það í gegnum tíðina að það er hollt og gott að hlusta á þjálfarann og það skilar sér oft.“ Að lokum var Margrét spurð út í komandi helgi, Verslunarmannahelgina sjálfa. „Ég er svo heppin að vera fædd og uppalin í Vestmananeyjum svo ég fer bara heim, það veit enginn hvað gerist þar,“ sagði Margrét og glotti við tönn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
„Bara frábært Valslið í dag, ég er virkilega stolt af stelpunum og mér fannst þetta einn best spilaði leikur okkar í sumar. Margar sendingar á milli leikmanna, mikil hreyfing, varnarlínar og varnarleikurinn frábær,“ sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir að loknum 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í kvöld. „Bara ánægð, það er svo mikil liðsheild og ég held að við séum þrjár í Valslsiðinu komnar yfir 10 mörk í sumar og svo er vörnin að gera vel. Mér finnst við vera að vinna þetta á varnarleiknum og þá kemur sóknarleikurinn með,“ sagði Margrét auðmjúk eftir að hafa verið spurð út í eigin frammistöðu. Það var þó ekki hægt að sleppa henni það auðveldlega frá viðtalinu en þrenna Margrétar Láru þýðir að hún er komin með 202 mörk í efstu deild hér á landi. „Ég er stolt og ánægð með þetta en ég myndi aldrei geta þetta með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga. Maður skorar ekki mörk einn, þær hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og matað mig vel. En drottningin Olga Færseth [markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna með 269 mörk], ég held ég leyfi henni að halda þessu meti þar sem hún á það skilið,“ sagði Margrét um markaskorun sína í efstu deild. Þá var Margrét spurð út í það af hverju hún hefði ekki tekið þátt á æfingu Vals í gær en Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, vildi ekki gefa upp hver ástæðan væri. „Pétur er stórkostlegur maður en ég held að fyrir einhverjum árum hefði ég ekki verið sátt. Ég hef samt lært það í gegnum tíðina að það er hollt og gott að hlusta á þjálfarann og það skilar sér oft.“ Að lokum var Margrét spurð út í komandi helgi, Verslunarmannahelgina sjálfa. „Ég er svo heppin að vera fædd og uppalin í Vestmananeyjum svo ég fer bara heim, það veit enginn hvað gerist þar,“ sagði Margrét og glotti við tönn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira