Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júlí 2019 11:45 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. júlí. Vísir/Valli Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga. Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga.
Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
„Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13