Hærra verðlaunafé á HM í Fortnite en í mörgum af stóru íþróttamótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 11:00 Kyle "Bugha” Giersdorf fékk ekki bara bikar í verðlaun heldur einnig 366 milljónir króna fyrir að vinna heimsmeistaratitilinn í Fortnite tölvuleiknum. Getty/Mike Stobe Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019 Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019
Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira