Hærra verðlaunafé á HM í Fortnite en í mörgum af stóru íþróttamótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 11:00 Kyle "Bugha” Giersdorf fékk ekki bara bikar í verðlaun heldur einnig 366 milljónir króna fyrir að vinna heimsmeistaratitilinn í Fortnite tölvuleiknum. Getty/Mike Stobe Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019 Rafíþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019
Rafíþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira