Meðgöngueitrun minnkar lífslíkur kvenna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2019 18:30 Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira