Hefur áhyggjur af rassasvita liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 15:00 Kirk Cousins í leik með Minnesota Vikings. Getty/Steven Ryan/ Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins. NFL Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjá meira
Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins.
NFL Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjá meira