„Á endanum ekki hræddur við að velja Cecilíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2019 14:00 Þrátt fyrir að vera nýorðin 16 ára hefur Cecilía leikið 35 keppnisleiki í meistaraflokki. vísir/bára Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56
Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51