Engin búseta á einni af hverjum tíu jörðum í Þingeyjarsveit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 12:45 Sveitarstjórnarmenn frá þrettán sveitarfélögum innan Eyþings sátu fund ríkistjórnarinnar í Mývatnssveit í gær. Vísir/Vilhelm Engin búseta er á ríflega einni af hverjum tíu jörðum í Þingeyjarsveit sem er alltof hátt hlutfall segir oddviti sveitarinnar. Hann telur að ástandið sé svipað annar staðar á landinu. Þetta sé eins mikill vandi og jarðarsöfnun útlendinga. Sveitarstjórnir hafa óskað eftir því að ríkistjórnin móti stefnu í málaflokknum. Sveitarstjórnarmenn frá þrettán sveitarfélögum innan Eyþings sátu fund ríkistjórnarinnar í Mývatnssveit í gær. Arnór Benónýsson segir að sveitarstjórninar hafi lýst áhyggjum sínum af þeirri stöðu sem mörg sveitarfélög eru í þegar kemur að jörðum. „Menn óskuðu eftir því að ríkisvaldið setti skýrar leikreglur í þessu máli, eignarhald á jörðum er flókið mál og víða erfitt mál fyrir sveitarstjórnir“ Hann segir alltof algengt að jarðir séu ekki setnar það eða ekki búið á þeim. „Eigendurnir eru fluttir burt þeir eru jafnvel orðnir mjög margir. Það er erfitt að byggja upp samfélag í kringum slíkar eignir.“ Arnór segir að af 460 íbúðarhúsnæði í Þingeyjarsveit sé ekki búið í sextiu þeirra og um fimmtíu þeirra séu á jörðum. Hann segir að rætt hafi verið um að setja sérstök fasteignagjöld á þessar eignir eða svokallaðan tómthússkatt. Arnór segir að menn séu líka með áhyggjur af jarðarsöfnun útlendinga. „Ef verið er að kaupa upp jarðir sem eru auðlindaríkar og ætla síðan ekki að sitja þær þá hafa menn áhyggjur af því. En menn vilja ekkert einskorða þá umræðu við erlenda auðmenn þó það sé mest áberandi núna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Stefnt sé á að starfshópur í málaflokknum komi fram með tillögur fyrir næsta þing. Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. 7. ágúst 2019 19:02 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Engin búseta er á ríflega einni af hverjum tíu jörðum í Þingeyjarsveit sem er alltof hátt hlutfall segir oddviti sveitarinnar. Hann telur að ástandið sé svipað annar staðar á landinu. Þetta sé eins mikill vandi og jarðarsöfnun útlendinga. Sveitarstjórnir hafa óskað eftir því að ríkistjórnin móti stefnu í málaflokknum. Sveitarstjórnarmenn frá þrettán sveitarfélögum innan Eyþings sátu fund ríkistjórnarinnar í Mývatnssveit í gær. Arnór Benónýsson segir að sveitarstjórninar hafi lýst áhyggjum sínum af þeirri stöðu sem mörg sveitarfélög eru í þegar kemur að jörðum. „Menn óskuðu eftir því að ríkisvaldið setti skýrar leikreglur í þessu máli, eignarhald á jörðum er flókið mál og víða erfitt mál fyrir sveitarstjórnir“ Hann segir alltof algengt að jarðir séu ekki setnar það eða ekki búið á þeim. „Eigendurnir eru fluttir burt þeir eru jafnvel orðnir mjög margir. Það er erfitt að byggja upp samfélag í kringum slíkar eignir.“ Arnór segir að af 460 íbúðarhúsnæði í Þingeyjarsveit sé ekki búið í sextiu þeirra og um fimmtíu þeirra séu á jörðum. Hann segir að rætt hafi verið um að setja sérstök fasteignagjöld á þessar eignir eða svokallaðan tómthússkatt. Arnór segir að menn séu líka með áhyggjur af jarðarsöfnun útlendinga. „Ef verið er að kaupa upp jarðir sem eru auðlindaríkar og ætla síðan ekki að sitja þær þá hafa menn áhyggjur af því. En menn vilja ekkert einskorða þá umræðu við erlenda auðmenn þó það sé mest áberandi núna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Stefnt sé á að starfshópur í málaflokknum komi fram með tillögur fyrir næsta þing.
Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. 7. ágúst 2019 19:02 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. 7. ágúst 2019 19:02
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent