Ísland fær aftur CrossFit mót en nú fer það fram í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:00 Annie Mist, Katrín Tanja og Sara kepptu allar á heimsleiknum í ár en engin þeirra var með á CrossFit mótinu á Íslandi fyrr á þessu ári. Kannski breytist það á mótinu sem verður í mars. Fréttablaðið/Ernir Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni. CrossFit Reykjavík Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni.
CrossFit Reykjavík Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira