YouTube-stjarna þvertekur fyrir að vera dýraníðingur eftir umdeilt myndband Sylvía Hall skrifar 8. ágúst 2019 21:00 Brooke Houts og hundurinn Sphinx. Skjáskot Margir netverjar hafa gagnrýnt YouTube-stjörnuna Brooke Houts eftir að hún birti myndband af sér og Doberman-hundi sínum á síðunni sinni. Houts er með hátt í fjögur hundruð þúsund fylgjendur á YouTube þar sem hún birtir svokölluð myndbandsblogg. BBC greinir frá. Í myndbandinu sést Houts slá hundinn þegar hún reynir að láta hann framkvæma hinar ýmsu brellur. Í eitt skiptið virðist hún hrækja á hundinn þegar hann hlýðir ekki því sem hún segir. „Á þeim degi er myndbandið var tekið upp, og í raun alla síðustu viku, hafa hlutir í mínu lífi ekki verið svo frábærir. Ég ætla ekki að spila mig sem fórnarlamb eða neitt slíkt, en ég vil benda á að ég er sjaldan jafn niðurlút og ég var í þessu myndbandi,“ segir Houts í yfirlýsingu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni.To everyone who has been commenting on my social media as of recently: pic.twitter.com/gnxUbfVHdf — b (@brookehouts) August 7, 2019 Í yfirlýsingunni segist Houts sjá eftir því að hafa valdið fólki óþægindum með myndbandinu. Ekkert réttlæti það hvernig hún kom fram við hundinn í myndbandinu en hún hafi þurft að sýna honum að hegðun hans var óásættanleg. Hún ætli að fara með hundinn í þjálfun og finna leiðir til þess að vera sjálf betri í að þjálfa hundinn heima fyrir. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa blandað sér í málið og segjast hafa kallað eftir því að aðgangi Houts verði lokað á YouTube. Hún hefur sjálf eytt myndbandinu og lokað fyrir Instagram-aðgang sinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform. — PETA (@peta) August 7, 2019 Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Margir netverjar hafa gagnrýnt YouTube-stjörnuna Brooke Houts eftir að hún birti myndband af sér og Doberman-hundi sínum á síðunni sinni. Houts er með hátt í fjögur hundruð þúsund fylgjendur á YouTube þar sem hún birtir svokölluð myndbandsblogg. BBC greinir frá. Í myndbandinu sést Houts slá hundinn þegar hún reynir að láta hann framkvæma hinar ýmsu brellur. Í eitt skiptið virðist hún hrækja á hundinn þegar hann hlýðir ekki því sem hún segir. „Á þeim degi er myndbandið var tekið upp, og í raun alla síðustu viku, hafa hlutir í mínu lífi ekki verið svo frábærir. Ég ætla ekki að spila mig sem fórnarlamb eða neitt slíkt, en ég vil benda á að ég er sjaldan jafn niðurlút og ég var í þessu myndbandi,“ segir Houts í yfirlýsingu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni.To everyone who has been commenting on my social media as of recently: pic.twitter.com/gnxUbfVHdf — b (@brookehouts) August 7, 2019 Í yfirlýsingunni segist Houts sjá eftir því að hafa valdið fólki óþægindum með myndbandinu. Ekkert réttlæti það hvernig hún kom fram við hundinn í myndbandinu en hún hafi þurft að sýna honum að hegðun hans var óásættanleg. Hún ætli að fara með hundinn í þjálfun og finna leiðir til þess að vera sjálf betri í að þjálfa hundinn heima fyrir. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa blandað sér í málið og segjast hafa kallað eftir því að aðgangi Houts verði lokað á YouTube. Hún hefur sjálf eytt myndbandinu og lokað fyrir Instagram-aðgang sinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform. — PETA (@peta) August 7, 2019
Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira