Ríkisstjórnin hristir sig saman við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 20:30 Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43