Ríkisstjórnin hristir sig saman við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 20:30 Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43