Erfiður vetur sem varð að martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 13:30 Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda staðanna þriggja, segir veturinn hafa verið Systur og Mikkeller & Friends erfiður. FBL/Stefán Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. Þungur rekstur tveggja staðanna hafi sligað þann þriðja. Allir voru þeir reknir á sömu kennitölunni, á sama leyfinu og því ekki annað í stöðunni en að skella í lás á þeim öllum. Fregnir af lokun hins rómaða Dills á Hverfisgötu 12 bárust í gær og í morgun var ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. „Óviðráðanlegar orsakir“ eru sagðar skýringin á miða sem hengdur hefur verið á húsnæðið. Lokun Dill kom mörgum í opna skjöldu, ekki síst í ljósi þess að rekstur staðarins hefur gengið vel á síðustu misserum. Þrátt fyrir að hafa misst Michelin-stjörnu sína í upphafi árs hefur oft reynst erfitt að bóka borð á staðnum, sem hefur þótt meðal þeirra vinsælustu í borginni. Heimildir Vísis herma að það hafi enda ekki verið rekstrarörðugleikar Dills sem keyrðu Hverfisgötu 12 í þrot. Rekstur Mikkeller & Friends og Systur, sem kom í stað „Nafnlausa pizzustaðarins“ í upphafi árs, hafi hins vegar verið þungur í vöfum síðustu mánuði. Undir það síðasta hafi velgengni Dills í raun borið uppi hina staðina tvo. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar. Þær riðu tveimur staðanna að fullu.Reykjavíkurborg Einn eigenda staðanna þriggja, Gunnar Karl Gíslason, staðfestir þetta í samskiptum við Vísi. Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“ Veturinn hafi síðan breyst „í þá martröð sem þessar gatnaframkvæmdar á Hverfisgötunni eru,“ eins og Gunnar Karl kemst að orði. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hafa framkvæmdirnar sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda. Hann segir þó að ekki hafi verið hægt að fórna Mikkeller og Systur til að tryggja áframhaldandi líf Dills. Allir staðirnir voru reknir í sama húsi, á sömu kennitölu og á sama leyfinu og „þá lokar allt,“ segir Gunnar Karl. „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum, en svona er það.“ Hann segist ekki vita hvert framhaldið verður, það sé einfaldlega í skoðun. Hann geti þannig ekki svarað því hvort búið sé að fara fram á gjaldþrotaskipti staðanna. Vísir hefur ekki náð á Kristinn Vilbergsson, stærsta hluthafa í veitingastöðunum, í morgun. Aðstandendur staðanna þriggja biðjast, á fyrrnefndum miða sem hangir á Hverfisgötu 12, afsökunar á því ónæði sem lokun þessara víðfrægu staða í miðborginni kann að valda. Michelin Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. Þungur rekstur tveggja staðanna hafi sligað þann þriðja. Allir voru þeir reknir á sömu kennitölunni, á sama leyfinu og því ekki annað í stöðunni en að skella í lás á þeim öllum. Fregnir af lokun hins rómaða Dills á Hverfisgötu 12 bárust í gær og í morgun var ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. „Óviðráðanlegar orsakir“ eru sagðar skýringin á miða sem hengdur hefur verið á húsnæðið. Lokun Dill kom mörgum í opna skjöldu, ekki síst í ljósi þess að rekstur staðarins hefur gengið vel á síðustu misserum. Þrátt fyrir að hafa misst Michelin-stjörnu sína í upphafi árs hefur oft reynst erfitt að bóka borð á staðnum, sem hefur þótt meðal þeirra vinsælustu í borginni. Heimildir Vísis herma að það hafi enda ekki verið rekstrarörðugleikar Dills sem keyrðu Hverfisgötu 12 í þrot. Rekstur Mikkeller & Friends og Systur, sem kom í stað „Nafnlausa pizzustaðarins“ í upphafi árs, hafi hins vegar verið þungur í vöfum síðustu mánuði. Undir það síðasta hafi velgengni Dills í raun borið uppi hina staðina tvo. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar. Þær riðu tveimur staðanna að fullu.Reykjavíkurborg Einn eigenda staðanna þriggja, Gunnar Karl Gíslason, staðfestir þetta í samskiptum við Vísi. Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“ Veturinn hafi síðan breyst „í þá martröð sem þessar gatnaframkvæmdar á Hverfisgötunni eru,“ eins og Gunnar Karl kemst að orði. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hafa framkvæmdirnar sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda. Hann segir þó að ekki hafi verið hægt að fórna Mikkeller og Systur til að tryggja áframhaldandi líf Dills. Allir staðirnir voru reknir í sama húsi, á sömu kennitölu og á sama leyfinu og „þá lokar allt,“ segir Gunnar Karl. „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum, en svona er það.“ Hann segist ekki vita hvert framhaldið verður, það sé einfaldlega í skoðun. Hann geti þannig ekki svarað því hvort búið sé að fara fram á gjaldþrotaskipti staðanna. Vísir hefur ekki náð á Kristinn Vilbergsson, stærsta hluthafa í veitingastöðunum, í morgun. Aðstandendur staðanna þriggja biðjast, á fyrrnefndum miða sem hangir á Hverfisgötu 12, afsökunar á því ónæði sem lokun þessara víðfrægu staða í miðborginni kann að valda.
Michelin Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00