Erfiður vetur sem varð að martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 13:30 Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda staðanna þriggja, segir veturinn hafa verið Systur og Mikkeller & Friends erfiður. FBL/Stefán Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. Þungur rekstur tveggja staðanna hafi sligað þann þriðja. Allir voru þeir reknir á sömu kennitölunni, á sama leyfinu og því ekki annað í stöðunni en að skella í lás á þeim öllum. Fregnir af lokun hins rómaða Dills á Hverfisgötu 12 bárust í gær og í morgun var ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. „Óviðráðanlegar orsakir“ eru sagðar skýringin á miða sem hengdur hefur verið á húsnæðið. Lokun Dill kom mörgum í opna skjöldu, ekki síst í ljósi þess að rekstur staðarins hefur gengið vel á síðustu misserum. Þrátt fyrir að hafa misst Michelin-stjörnu sína í upphafi árs hefur oft reynst erfitt að bóka borð á staðnum, sem hefur þótt meðal þeirra vinsælustu í borginni. Heimildir Vísis herma að það hafi enda ekki verið rekstrarörðugleikar Dills sem keyrðu Hverfisgötu 12 í þrot. Rekstur Mikkeller & Friends og Systur, sem kom í stað „Nafnlausa pizzustaðarins“ í upphafi árs, hafi hins vegar verið þungur í vöfum síðustu mánuði. Undir það síðasta hafi velgengni Dills í raun borið uppi hina staðina tvo. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar. Þær riðu tveimur staðanna að fullu.Reykjavíkurborg Einn eigenda staðanna þriggja, Gunnar Karl Gíslason, staðfestir þetta í samskiptum við Vísi. Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“ Veturinn hafi síðan breyst „í þá martröð sem þessar gatnaframkvæmdar á Hverfisgötunni eru,“ eins og Gunnar Karl kemst að orði. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hafa framkvæmdirnar sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda. Hann segir þó að ekki hafi verið hægt að fórna Mikkeller og Systur til að tryggja áframhaldandi líf Dills. Allir staðirnir voru reknir í sama húsi, á sömu kennitölu og á sama leyfinu og „þá lokar allt,“ segir Gunnar Karl. „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum, en svona er það.“ Hann segist ekki vita hvert framhaldið verður, það sé einfaldlega í skoðun. Hann geti þannig ekki svarað því hvort búið sé að fara fram á gjaldþrotaskipti staðanna. Vísir hefur ekki náð á Kristinn Vilbergsson, stærsta hluthafa í veitingastöðunum, í morgun. Aðstandendur staðanna þriggja biðjast, á fyrrnefndum miða sem hangir á Hverfisgötu 12, afsökunar á því ónæði sem lokun þessara víðfrægu staða í miðborginni kann að valda. Michelin Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. Þungur rekstur tveggja staðanna hafi sligað þann þriðja. Allir voru þeir reknir á sömu kennitölunni, á sama leyfinu og því ekki annað í stöðunni en að skella í lás á þeim öllum. Fregnir af lokun hins rómaða Dills á Hverfisgötu 12 bárust í gær og í morgun var ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. „Óviðráðanlegar orsakir“ eru sagðar skýringin á miða sem hengdur hefur verið á húsnæðið. Lokun Dill kom mörgum í opna skjöldu, ekki síst í ljósi þess að rekstur staðarins hefur gengið vel á síðustu misserum. Þrátt fyrir að hafa misst Michelin-stjörnu sína í upphafi árs hefur oft reynst erfitt að bóka borð á staðnum, sem hefur þótt meðal þeirra vinsælustu í borginni. Heimildir Vísis herma að það hafi enda ekki verið rekstrarörðugleikar Dills sem keyrðu Hverfisgötu 12 í þrot. Rekstur Mikkeller & Friends og Systur, sem kom í stað „Nafnlausa pizzustaðarins“ í upphafi árs, hafi hins vegar verið þungur í vöfum síðustu mánuði. Undir það síðasta hafi velgengni Dills í raun borið uppi hina staðina tvo. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar. Þær riðu tveimur staðanna að fullu.Reykjavíkurborg Einn eigenda staðanna þriggja, Gunnar Karl Gíslason, staðfestir þetta í samskiptum við Vísi. Á Dill hafi verið „fullt meira og minna alla daga“ en Systir og Mikkeller átt „mjög svo erfiðan vetur.“ Veturinn hafi síðan breyst „í þá martröð sem þessar gatnaframkvæmdar á Hverfisgötunni eru,“ eins og Gunnar Karl kemst að orði. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hafa framkvæmdirnar sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda. Hann segir þó að ekki hafi verið hægt að fórna Mikkeller og Systur til að tryggja áframhaldandi líf Dills. Allir staðirnir voru reknir í sama húsi, á sömu kennitölu og á sama leyfinu og „þá lokar allt,“ segir Gunnar Karl. „Það er mikil synd að Dill hafi þurft að falla með hinum tveimur stöðunum, en svona er það.“ Hann segist ekki vita hvert framhaldið verður, það sé einfaldlega í skoðun. Hann geti þannig ekki svarað því hvort búið sé að fara fram á gjaldþrotaskipti staðanna. Vísir hefur ekki náð á Kristinn Vilbergsson, stærsta hluthafa í veitingastöðunum, í morgun. Aðstandendur staðanna þriggja biðjast, á fyrrnefndum miða sem hangir á Hverfisgötu 12, afsökunar á því ónæði sem lokun þessara víðfrægu staða í miðborginni kann að valda.
Michelin Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent