Stærri og sterkari sveitarfélög Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 07:15 Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905. Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar. Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun