Sumartengdar vörur rokseljast í blíðunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Sala á viðarvörn í BYKO hefur aukist um 200 prósent. Fréttablaðið/Valli „Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira