Hótelstjórum stillt upp við vegg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Allt að 90 prósent viðskipta íslenskra hótela fara í gegnum erlendar bókunarþjónustur. Nordicphotos/Getty Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira