Þurfa ekki að svara kröfubréfum frá þýsku fyrirtæki Ari Brynjólfsson skrifar 8. ágúst 2019 07:30 Bréf VRE til lítils fyrirtækis hefði kostað mikið fé ef því hefði verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira