Langþráð reynslulausn orðin að veruleika Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 21:28 Cyntoia Brown. Vísir/AP Hinni þrítugu Cyntoia Brown var sleppt úr fangelsi í dag á reynslulausn eftir að hafa hlotið náðun frá Bill Haslam ríkisstjóra Tennessee í janúar. Hún hefur setið í fangelsi í fimmtán ár en stjörnur á borð við Kim Kardashian og Rihanna vöktu athygli á máli hennar árið 2017. Brown var aðeins sextán ára gömul þegar hún skaut Johnny Mitchell Allen til bana árið 2004. Allen, sem var 43 ára gamall, hafði borgað fyrir kynmök með henni eftir að hún var neydd í vændi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hún var dæmd í í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.Sjá einnig: Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Brown hefur alla tíð haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hún hafi séð Allen teygja sig undir rúmið og hélt hann væri að leita að byssu. Hún hafi því náð í byssu sem hún geymdi í veski sínu og skotið hann. Saksóknarar héldu því fram að rán hefði verið ásetningur Brown en sambýlismaður hennar hafði skipað henni að koma til baka með peninga. Ríkisstjórinn hefur sagt að mál Brown hafi verið „flókinn harmleikur“. Hún hafi framið hræðilegan glæp aðeins sextán ára gömul en lífstíðardómur hafi verið óþarflega hörð refsing. Jafnframt hafi hún tekið stórkostleg skref í átt að betra lífi en hún stundaði nám á meðan fangelsisvistinni stóð og mun ljúka bakkalárprófi fyrir árslok. Bandaríkin Tengdar fréttir Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi 7. janúar 2019 18:45 Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. 29. nóvember 2017 14:15 Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. 30. maí 2018 21:31 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Hinni þrítugu Cyntoia Brown var sleppt úr fangelsi í dag á reynslulausn eftir að hafa hlotið náðun frá Bill Haslam ríkisstjóra Tennessee í janúar. Hún hefur setið í fangelsi í fimmtán ár en stjörnur á borð við Kim Kardashian og Rihanna vöktu athygli á máli hennar árið 2017. Brown var aðeins sextán ára gömul þegar hún skaut Johnny Mitchell Allen til bana árið 2004. Allen, sem var 43 ára gamall, hafði borgað fyrir kynmök með henni eftir að hún var neydd í vændi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hún var dæmd í í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.Sjá einnig: Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Brown hefur alla tíð haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hún hafi séð Allen teygja sig undir rúmið og hélt hann væri að leita að byssu. Hún hafi því náð í byssu sem hún geymdi í veski sínu og skotið hann. Saksóknarar héldu því fram að rán hefði verið ásetningur Brown en sambýlismaður hennar hafði skipað henni að koma til baka með peninga. Ríkisstjórinn hefur sagt að mál Brown hafi verið „flókinn harmleikur“. Hún hafi framið hræðilegan glæp aðeins sextán ára gömul en lífstíðardómur hafi verið óþarflega hörð refsing. Jafnframt hafi hún tekið stórkostleg skref í átt að betra lífi en hún stundaði nám á meðan fangelsisvistinni stóð og mun ljúka bakkalárprófi fyrir árslok.
Bandaríkin Tengdar fréttir Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi 7. janúar 2019 18:45 Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. 29. nóvember 2017 14:15 Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. 30. maí 2018 21:31 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi 7. janúar 2019 18:45
Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. 29. nóvember 2017 14:15
Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. 30. maí 2018 21:31