Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2019 06:15 Ratcliffe hyggst vernda Atlantshafslaxinn með því að byggja upp mannvirki í þremur ám. nordicphotos/afp Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira