Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38