Uppgör: Frábær taktík hjá Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 7. ágúst 2019 06:00 Ákvörðunin Mercedes að láta Hamilton stoppa tvisvar tryggði þeim sigurinn um helgina. Getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í ungverska kappakstrinum um helgina. Það voru liðsmenn Mercedes sem eiga mestan heiðurinn skilið eftir frábæra taktík í keppninni. Með sigrinum hefur Hamilton aukið forskot sitt í 62 stig á toppi heimsmeistaramóts ökumanna. Annar kemur liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, og þriðji í mótinu kemur Max Verstappen. Verstappen kom annar í mark eftir að hafa leitt keppnina alla hringina nema síðustu þrjá. Á 67. hring af 70 tók Hamilton framúr Hollendingnum. „Þessi dekk eru ónýt,“ sagði Max í talstöðinni rétt áður en Lewis komst framúr. James Vowles, aðaltæknimaður Mercedes, fagnaði vel með Lewis Hamilton á verðlaunapallinum.GettyKeppni þar sem taktík skipti öllu máliRed Bull kölluðu Max inn á þjónustusvæðið á 25. hring og settu hörðu dekkin undir. Sex hringjum síðar kom Hamilton úr öðru sætinu inn og fékk hörðu dekkin eins og Verstappen. Bretinn fór í mikla árás á næstu hringjum en komst ekki framúr Max enda varðist Hollendingurinn meistaralega. Þegar að 21 hringur var eftir tók Mercedes liðið þá ákvörðun að kalla Hamilton aftur inná þjónustusvæðið. Þá settu þeir glæný meðalmjúk dekk undir en bilið í Verstappen var þá orðið 18 sekúndur. Fimmfaldi heimsmeistarinn keyrði eins og heimsmeistara sæmir það sem eftir var keppninnar og át upp forskot Verstappen. Loks komst Hamilton framúr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. Max Verstappen leiddi 67 hringi af 70 en það dugði ekki til sigurs.GettyHamilton kominn í kjörstöðuSigurinn varð hans sjöundi á Hungaroring brautinni og er Bretinn nú búinn að auka forskot sitt í 62 stig í mótinu. Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, gekk hræðilega um helgina. Á fyrsta hring lenti hann í samstuði við Ferrari bíl Charles Leclerc sem varð til þess að framvængur Bottas brotnaði. Eftir að hafa dottið niður í neðsta sæti vann Finninn sig að lokum upp í það áttunda. Úrslitin þýða að Max Verstappen er nú aðeins sjö stigum á eftir Bottas í keppni ökuþóra en Ferrari ökumennirnir koma þar á eftir. Ekkert gekk hjá Ferrari um helgina. Vissulega náði Sebastian Vettel þriðja sætinu en Þjóðverjinn kom í mark rúmri mínútu á eftir fyrsta sætinu. Ferrari er þó enn í öðru sæti í keppni bílasmiða, 44 stigum á undan Red Bull. Slakt gengi Pierre Gasly hefur sett stórt strik í reikninginn hjá orkudrykkjaframleiðandanum. Nú fer Formúlan í mánaðar sumarfrí, næsta keppni fer fram á sögufrægu Spa brautinni í Belgíu um næstu mánaðarmót. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í ungverska kappakstrinum um helgina. Það voru liðsmenn Mercedes sem eiga mestan heiðurinn skilið eftir frábæra taktík í keppninni. Með sigrinum hefur Hamilton aukið forskot sitt í 62 stig á toppi heimsmeistaramóts ökumanna. Annar kemur liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, og þriðji í mótinu kemur Max Verstappen. Verstappen kom annar í mark eftir að hafa leitt keppnina alla hringina nema síðustu þrjá. Á 67. hring af 70 tók Hamilton framúr Hollendingnum. „Þessi dekk eru ónýt,“ sagði Max í talstöðinni rétt áður en Lewis komst framúr. James Vowles, aðaltæknimaður Mercedes, fagnaði vel með Lewis Hamilton á verðlaunapallinum.GettyKeppni þar sem taktík skipti öllu máliRed Bull kölluðu Max inn á þjónustusvæðið á 25. hring og settu hörðu dekkin undir. Sex hringjum síðar kom Hamilton úr öðru sætinu inn og fékk hörðu dekkin eins og Verstappen. Bretinn fór í mikla árás á næstu hringjum en komst ekki framúr Max enda varðist Hollendingurinn meistaralega. Þegar að 21 hringur var eftir tók Mercedes liðið þá ákvörðun að kalla Hamilton aftur inná þjónustusvæðið. Þá settu þeir glæný meðalmjúk dekk undir en bilið í Verstappen var þá orðið 18 sekúndur. Fimmfaldi heimsmeistarinn keyrði eins og heimsmeistara sæmir það sem eftir var keppninnar og át upp forskot Verstappen. Loks komst Hamilton framúr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. Max Verstappen leiddi 67 hringi af 70 en það dugði ekki til sigurs.GettyHamilton kominn í kjörstöðuSigurinn varð hans sjöundi á Hungaroring brautinni og er Bretinn nú búinn að auka forskot sitt í 62 stig í mótinu. Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, gekk hræðilega um helgina. Á fyrsta hring lenti hann í samstuði við Ferrari bíl Charles Leclerc sem varð til þess að framvængur Bottas brotnaði. Eftir að hafa dottið niður í neðsta sæti vann Finninn sig að lokum upp í það áttunda. Úrslitin þýða að Max Verstappen er nú aðeins sjö stigum á eftir Bottas í keppni ökuþóra en Ferrari ökumennirnir koma þar á eftir. Ekkert gekk hjá Ferrari um helgina. Vissulega náði Sebastian Vettel þriðja sætinu en Þjóðverjinn kom í mark rúmri mínútu á eftir fyrsta sætinu. Ferrari er þó enn í öðru sæti í keppni bílasmiða, 44 stigum á undan Red Bull. Slakt gengi Pierre Gasly hefur sett stórt strik í reikninginn hjá orkudrykkjaframleiðandanum. Nú fer Formúlan í mánaðar sumarfrí, næsta keppni fer fram á sögufrægu Spa brautinni í Belgíu um næstu mánaðarmót.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti