Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 11:47 Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Vísir/Hanna „Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
„Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13