Spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown. Getty/ Joe Sargent Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira