Kona á sjötugsaldri fyrst til þess að nýta sér nýsamþykkt lög um líknardráp Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 10:21 Löggjöfin tók gildi í Victoriuríki í júní. Tvö ríki til viðbótar, Vestur-Ástralía og Queensland, íhuga nú samskonar löggjöf. Vísir/Getty Hin 61 árs gamla Kerry Robertson lést á hjúkrunarheimili í Victoriuríki í Ástralíu í júlí. Varð hún þar með sú fyrsta til þess að nýta sér nýlega samþykkt, en jafnframt umdeild, lög um líknardráp sem eru einungis í gildi í ríkinu. BBC greinir frá. Robertson hafði glímt við brjóstakrabbamein í níu ár en á síðustu árum hafði það dreift sér í bein, lungu, heila og lifur. Í mars var svo ákveðið hætta geisla- og lyfjameðferð eftir að sársaukinn var „óbærilegur“ að sögn fjölskyldu hennar. Hún sótti því um leyfi til líknardauða og var beiðni hennar samþykkt eftir 26 daga samþykktarferli. Fjölskylda Robertson segir hana hafa verið staðráðna í að vilja deyja. Með þessum hætti hafi hún fengið að deyja með reisn en hún dó umvafin ættingjum og vinum á meðan þau hlustuðu á David Bowie. Löggjöfin tók gildi í júní og geta þeir sjúklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði fengið aðgang að þeim lyfjum sem til þarf. Tvö ríki til viðbótar, Vestur-Ástralía og Queensland, íhuga nú samskonar löggjöf. Lögin eru hugsuð fyrir fólk sem glímir við mikinn sársauka en auk þess þurfa sjúklingar að sækja þrisvar um leyfi til sérmenntaðra lækna. Þá þurfa sjúklingar að vera í það minnsta átján ára gamlir og lífslíkur þeirra skemmri en sex mánuðir. Ástralía Líknardráp Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Hin 61 árs gamla Kerry Robertson lést á hjúkrunarheimili í Victoriuríki í Ástralíu í júlí. Varð hún þar með sú fyrsta til þess að nýta sér nýlega samþykkt, en jafnframt umdeild, lög um líknardráp sem eru einungis í gildi í ríkinu. BBC greinir frá. Robertson hafði glímt við brjóstakrabbamein í níu ár en á síðustu árum hafði það dreift sér í bein, lungu, heila og lifur. Í mars var svo ákveðið hætta geisla- og lyfjameðferð eftir að sársaukinn var „óbærilegur“ að sögn fjölskyldu hennar. Hún sótti því um leyfi til líknardauða og var beiðni hennar samþykkt eftir 26 daga samþykktarferli. Fjölskylda Robertson segir hana hafa verið staðráðna í að vilja deyja. Með þessum hætti hafi hún fengið að deyja með reisn en hún dó umvafin ættingjum og vinum á meðan þau hlustuðu á David Bowie. Löggjöfin tók gildi í júní og geta þeir sjúklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði fengið aðgang að þeim lyfjum sem til þarf. Tvö ríki til viðbótar, Vestur-Ástralía og Queensland, íhuga nú samskonar löggjöf. Lögin eru hugsuð fyrir fólk sem glímir við mikinn sársauka en auk þess þurfa sjúklingar að sækja þrisvar um leyfi til sérmenntaðra lækna. Þá þurfa sjúklingar að vera í það minnsta átján ára gamlir og lífslíkur þeirra skemmri en sex mánuðir.
Ástralía Líknardráp Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira