Enski boltinn

Alli enn og aftur meiddur aftan í læri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alli verður ekki með Tottenham þegar liðið mætir Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.
Alli verður ekki með Tottenham þegar liðið mætir Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. vísir/getty
Dele Alli, leikmaður Tottenham, verður ekki klár í slaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi.

Alli glímir við meiðsli aftan í læri og lék ekki með Tottenham í leiknum gegn Inter í gær. Ítalska liðið vann í vítakeppni, 3-4, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Alli hefur lengi glímt við meiðsli aftan í læri og Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, viðurkennir að það valdi honum áhyggjum.

„Að sjálfsögðu er ég áhyggjufullur. Hann er enn svo ungur en hefur meiðst svo oft aftan í læri á síðustu árum,“ sagði Pochettino eftir leikinn í gær.

Alli missir af leiknum gegn Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Pochettino segir að enski landsliðsmaðurinn verði væntanlega ekki lengi frá.

„Þetta eru minniháttar meiðsli. Hann ætti að vera klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur,“ sagði Pochettino.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×