Björgvin Karl Guðmundsson tók þriðja sætið á heimsleikunum í CrossFit sem kláruðust í dag. Björgvin sat í þriðja sæti fyrir síðustu æfingu dagsins og þurfti að klára á undan Scott Panchik til þess að halda þriðja sætinu.
Björgvin var strax á meðal fremstu manna í þessari síðustu æfingu og náði að halda því í gegnum hana. Það var aftur á móti ríkjandi heimsmeistari, Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser, sem sigraði heimsleikana í karlaflokki.
