Íslendingar gætu eignast tvo aldursflokkameistara á heimsleikunum í CrossFit er lokadagurinn á heimsleikunum fer fram í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum.
Íslendingar eru efstir í bæði yngsta (14-15 ára) og elsta flokkunum (60+) á heimsleikunum í CrossFit fyrir lokadaginn.
Þetta eru þeir Brynjar Ari Magnússon sem hefur 20 stiga forystu í flokki 14 til 15 ára og Hilmar Harðarson sem hefur 30 stiga forystu í flokki 60 ára og eldri.
Lokadagurinn fer fram í dag og Íslendingar gætu einnig unnið til gullverðlauna í karla- og kvennaflokki en þar á Ísland fína möguleika fyrir lokadaginn.
Björgvin Karl Guðmundsson er í 3. sætinu fyrir lokadaginn og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í því fimmta. Þuríður Erla Helgadóttir er í níunda sætinu.
Fylgst verður með leikunum í beinni útsendingu á Vísi sem og Stöð 2 Sport 3.
Yngsti og elsti keppandi Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit eru báðir á toppnum fyrir lokadaginn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn



„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




Sæmdu hvora aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti