Helga Þórey hefur farið fjórtán sinnum á Þjóðhátíð Steingerður Sonja skrifar 3. ágúst 2019 07:15 Helga ásamt vinkonu sinni Önnu Möggu, en hún er líka forfallinn aðdáandi Þjóðhátíðar. Nú er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fullum gangi og því var ekki úr vegi að heyra í svokallaðri þjóðhátíðarkempu. Hún Helga Þórey Rúnarsdóttir er að fara í fjórtánda skipti á Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár ætlar hún að láta sér það nægja að mæta á bara sunnudeginum, í fyrsta skipti. Hún fór á sína fyrstu Þjóðhátíð árið 2004 og hefur aðeins misst af tveimur síðan þá, árin 2006 og 2011. Fyrra skiptið var hún á leið til Búlgaríu á mánudeginum og skynsemin réð að lokum enda vafalaust ekki skemmtilegt að fara beint upp í flugvél eftir þá þeysireið sem Þjóðhátíð er. „Ég er ekki úr Eyjum en ég á fullt af frændfólki sem býr í Vestmannaeyjum, systkini móður minnar. Hef enn ekki lagt á þau að gista hjá þeim samt, legg ekki á þau að díla við djammið hjá mér,“ segir Helga Þórey hlæjandi. Hún segir það samt stóran kost að eiga fólk að sem er úr Eyjum, því þá hafi maður greiðan aðgang að hvítu tjöldunum. „Það skiptir klárlega miklu máli, mér finnst það algjörlega gera Þjóðhátíð að kíkja í hvítu tjöldin. Partíin þar og að hitta fólkið.“ Hún mælir því mikið með því að gestir hátíðarinnar finni sé Vestmannaeying til að koma sér í mjúkinn hjá til að komast í partí í hvítu tjöldunum. „Ég sakna bekkjabílanna mikið, það var svo góð stemning í þeim. Þó að maður gisti nálægt dalnum þá vildi maður alltaf taka í það minnst einn rúnt á bekkjabílunum.“ Hún viðurkennir að það geti verið kostnaðarsamt að fara á Þjóðhátíð. „Já, það er það, en maður tekur bara skellinn seinna.“ Helga pælir lítið í því hverjir eru að spila en hún heldur langmest upp á sunnudagskvöldið. „Það er svo gaman að sitja með vinum sínum í brekkusöngnum og yfir blysunum. Svo er algjör skylda að kaupa sér glimmersprey í sölubásunum og gera sig og aðra skrautlega í framan.“Helga heldur mest upp á sunnudagskvöldin því henni finnst skemmtilegast að taka þátt í brekkusöngnum í góðra vina hópi.Eitt sinn náði Helga að telja vinkonu sína á að koma yfir til Eyja á sunnudeginum. „Mig langaði endilega að fá vinkonu mína með og náði að redda fyrir hana miða. Hún dreif sig yfir og var komin í gírinn, en komst svo að því að það var búið að selja öðrum miðann. Þannig endaði hún miðalaus í Vestmannaeyjum, allt þetta vesen fyrir þetta eina kvöld.“ Ein eftirminnilegasta hátíðin var þegar félagi Helgu leigði limmósínu. „Hann var heldur góður með sig eftir að hafa fengið endurgreitt frá skattinum í byrjun ágúst. Leigði limmósínu og rúntaði með okkur heilan dag. Fór í búð sem seldi partívarning og keypti upp allan lagerinn. Svo kemur í ljós á miðjum laugardeginum að hann var búinn með allan peninginn og þurfti því að lifa á okkur það sem eftir lifði ferðar,“ segir Helga Þórey. Hún segist varla geta komið því í orð það hvað allir eru gestrisnir í Eyjum. „Alveg sama hvert maður fer, þá er vel tekið á móti manni og fólk tilbúið að hjálpa. Eitt árið var ég aðeins of lengi að og átti far með Herjólfi heim klukkan átta á mánudagsmorgninum. Var alveg á síðasta séns að ná heim í húsið að sækja dótið mitt þegar einhver meistari á rúntinum sér mig og býðst til að skutla mér. Hann reddaði því endanum á þeirri Þjóðhátíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Nú er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fullum gangi og því var ekki úr vegi að heyra í svokallaðri þjóðhátíðarkempu. Hún Helga Þórey Rúnarsdóttir er að fara í fjórtánda skipti á Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár ætlar hún að láta sér það nægja að mæta á bara sunnudeginum, í fyrsta skipti. Hún fór á sína fyrstu Þjóðhátíð árið 2004 og hefur aðeins misst af tveimur síðan þá, árin 2006 og 2011. Fyrra skiptið var hún á leið til Búlgaríu á mánudeginum og skynsemin réð að lokum enda vafalaust ekki skemmtilegt að fara beint upp í flugvél eftir þá þeysireið sem Þjóðhátíð er. „Ég er ekki úr Eyjum en ég á fullt af frændfólki sem býr í Vestmannaeyjum, systkini móður minnar. Hef enn ekki lagt á þau að gista hjá þeim samt, legg ekki á þau að díla við djammið hjá mér,“ segir Helga Þórey hlæjandi. Hún segir það samt stóran kost að eiga fólk að sem er úr Eyjum, því þá hafi maður greiðan aðgang að hvítu tjöldunum. „Það skiptir klárlega miklu máli, mér finnst það algjörlega gera Þjóðhátíð að kíkja í hvítu tjöldin. Partíin þar og að hitta fólkið.“ Hún mælir því mikið með því að gestir hátíðarinnar finni sé Vestmannaeying til að koma sér í mjúkinn hjá til að komast í partí í hvítu tjöldunum. „Ég sakna bekkjabílanna mikið, það var svo góð stemning í þeim. Þó að maður gisti nálægt dalnum þá vildi maður alltaf taka í það minnst einn rúnt á bekkjabílunum.“ Hún viðurkennir að það geti verið kostnaðarsamt að fara á Þjóðhátíð. „Já, það er það, en maður tekur bara skellinn seinna.“ Helga pælir lítið í því hverjir eru að spila en hún heldur langmest upp á sunnudagskvöldið. „Það er svo gaman að sitja með vinum sínum í brekkusöngnum og yfir blysunum. Svo er algjör skylda að kaupa sér glimmersprey í sölubásunum og gera sig og aðra skrautlega í framan.“Helga heldur mest upp á sunnudagskvöldin því henni finnst skemmtilegast að taka þátt í brekkusöngnum í góðra vina hópi.Eitt sinn náði Helga að telja vinkonu sína á að koma yfir til Eyja á sunnudeginum. „Mig langaði endilega að fá vinkonu mína með og náði að redda fyrir hana miða. Hún dreif sig yfir og var komin í gírinn, en komst svo að því að það var búið að selja öðrum miðann. Þannig endaði hún miðalaus í Vestmannaeyjum, allt þetta vesen fyrir þetta eina kvöld.“ Ein eftirminnilegasta hátíðin var þegar félagi Helgu leigði limmósínu. „Hann var heldur góður með sig eftir að hafa fengið endurgreitt frá skattinum í byrjun ágúst. Leigði limmósínu og rúntaði með okkur heilan dag. Fór í búð sem seldi partívarning og keypti upp allan lagerinn. Svo kemur í ljós á miðjum laugardeginum að hann var búinn með allan peninginn og þurfti því að lifa á okkur það sem eftir lifði ferðar,“ segir Helga Þórey. Hún segist varla geta komið því í orð það hvað allir eru gestrisnir í Eyjum. „Alveg sama hvert maður fer, þá er vel tekið á móti manni og fólk tilbúið að hjálpa. Eitt árið var ég aðeins of lengi að og átti far með Herjólfi heim klukkan átta á mánudagsmorgninum. Var alveg á síðasta séns að ná heim í húsið að sækja dótið mitt þegar einhver meistari á rúntinum sér mig og býðst til að skutla mér. Hann reddaði því endanum á þeirri Þjóðhátíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira