Tveggja stafa lækkun Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:02 Uppgjör síðasta ársfjórðungs virðist leggjast illa í markaðinn. Vísir/vilhelm Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47