Sagði frá því þegar henni var nauðgað af annarri íþróttastjörnu þegar hún var sautján ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 12:30 Ashley Wagner vann til verðlauna á ÓL í Sochi 2014. Getty/y Scott Halleran Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli. Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli.
Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira